Jolie ýjar að heimilisofbeldi

Angelina Jolie ásamt syni sínum Maddox.
Angelina Jolie ásamt syni sínum Maddox.

Angelina Jolie er tilbúin að reiða fram gögn sem styðja framburð um heimilisofbeldi í skilnaðarmáli sínu við Brad Pitt.

Jolie sakaði Pitt um að hafa átt í átökum við unglingsstrák þeirra, Maddox, um borð í einkaþotu árið 2016. Heimildarmenn nærri Pitt hafa alltaf neitað þessum ásökunum.

Samkvæmt heimildum The Sun hefur Jolie lagt fram skjöl þar sem fram kemur að hún sé reiðubúin að færa fram gögn sem gætu rennt stoðum undir þennan framburð. Í skjölunum minnist Jolie ekki með beinum hætti á að þetta tengist Pitt.

Á sínum tíma var gerð rannsókn og Brad Pitt var hreinsaður af grun um eitthvað misjafnt. Nú styttist í réttarhöld þar sem skorið verður úr um forræði Pitt og Jolie yfir börnunum þeirra og hvernig eignum verður skipt. Pitt sækist eftir sameiginlegu forræði en Jolie vill fullt forræði. 

Heimildarmenn nærri Pitt segja að honum sé mikið í mun að málið fái farsælan endi, barnanna vegna, en það reynist mjög erfitt og hann og Jolie séu ósammála um næstum allt.

Angelina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og Brad Pitt þegar allt lék …
Angelina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og Brad Pitt þegar allt lék í lyndi. ROBYN BECK
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson