Hammer sakaður um nauðgun

Armie Hammer hefur verið sakaður um að nauðga konu árið …
Armie Hammer hefur verið sakaður um að nauðga konu árið 2017. AFP

Bandaríski leikarinn Armie Hammer hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á konu í Los Angeles árið 2017. Hin 24 ára kona sem kallar sig Effie sagði frá hinu meinta broti á blaðamannafundi í gegnum netið í gær. 

Hammer hefur neitað ásökunum. Lögmaður hans sagði ásakanirnar vera fáránlegar og Hammer vilji koma málunum á hreint. 

Lögreglan í Los Angeles sagði við blaðmann BBC að Hammer væri með stöðu grunaðs manns í kynferðisbrotamáli sem lögreglan opnaði 3. febrúar síðastliðinn.

Effie brotnaði niður þegar hún greindi frá hinu meinta broti. 

Hammer er hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk í kvikmyndunum The Social Network og Call Me By Your Name. 

Effie sagði í frásögn sinni að hún hefði fyrst hitt Hammer á Facebook árið 2016, þegar hún var aðeins tvítug. „Ég varð strax ástfangin af honum,“ sagði Effi. Hún segir að eftir því sem samband þeirra þróaðist hafi hún tekið eftir því að hann reyndi að stjórna henni. 

Að lokum hafi hann orðið ofbeldisfullur í garð hennar. Hún sakar hann um andlegt, tilfinningalegt og líkamlegt ofbeldi. Hún segir að hann hafi nauðgað henni þann 24. apríl 2017.

„Hann nauðgaði mér í yfir fjóra tíma í Los Angeles. Hann lamdi höfði mínu ítrekað í vegginn á meðan og hlaut ég marbletti. Á þessum fjórum tímum reyndi ég að sleppa frá honum en hann leyfði mér ekki að komst burt. Ég hélft að hann ætlaði sér að drepa mig. Síðan fór hann án þess að athuga hvernig mér liði. Ég var í algjöru áfalli og trúði ekki að einhver sem ég elskaði myndi gera svona við mig,“ sagði Effie. 

Hún segir að eftir á hafi hana langað til að taka sitt eigið líf. Hún bætti við að hún sæi mikið eftir því að hafa ekki sagt frá þessu fyrr. 

Lögmaður Hammes, Andrew Brettler, neitar öllum ásökunum í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum. Hann sagði að öll samskipti Hammers og Effie hafi verið með samþykki beggja aðila. 

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup