Söngkonan Björk Guðmundsdóttir virðist vera himinlifandi yfir eldgosinu í Geldingadal austan í Fagradalsfjalli.
„JÁÁ!! Eldgos!! Við á Íslandi erum svoo spennt!“ skrifar söngkonan í færslu sinni á Facebook.
Með færslunni deildi Björk síðan ljósmynd af sér sem tekin var á gossvæðinu sem hún segir að sé 30 mínútur frá heimili sínu.
Eldgos hófst í Geldingadal í gærkvöldi. Um er að ræða lítið gos, sem þó gæti verið upphafið að nýju eldgosatímabili á Reykjanesskaga, en um 800 ár eru síðan síðasta eldgosatímabili lauk.
YESSS !! , eruption !! we in iceland are sooo excited !!! we still got it !!! sense of relief when nature expresses...
Posted by Björk on Föstudagur, 19. mars 2021