Fann fyrir skömm vegna kynhneigðar

Cara Delevingne.
Cara Delevingne. AFP

Ofurfyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne fann fyrir skömm vegna kynhneigðar sinnar þegar hún var yngri og olli skömmin henni mikilli vanlíðan. Stjarnan sem er 28 ára er pankynhneigð en skilgreindi sig áður sem tvíkynhneigða. 

Delevingne sagði í hlaðvarpsþætti Gwyneth Paltorow að hún hefði glímt við mikið þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Hún tengdi sjálfshatrið við skömm sem hún fann fyrir í tengslum við kynhneigð sína. Í dag hefur hún tekið sjálfa sig í sátt. 

Delavigne var sjálf með fordóma gagnvart hinsegin fólki. „Ég þekkti engan sem var hinsegin,“ sagði Delavigne um eigin æsku og fordóma sem hún var með án þess að átta sig á því. Hún fylltist viðbjóði við tilhugsun um að eiga í ástarsambandi við manneskju af sama kyni. 

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup