Bað slátrarann að drepa eiginmann sinn

Lady Gaga fer með hlutverk Patriziu Reggiani og Adam Driver …
Lady Gaga fer með hlutverk Patriziu Reggiani og Adam Driver fer með hlutverk Maurizio Gucci. AFP

Hin svarta ekkja Ítalíu, Patrizia Reggiani, vildi svo heitt og innilega koma eiginmanni sínum Maurizio Gucci fyrir kattarnef að hún bað slátararnn í bænum sínum að hjálpa sér. Saga þeirra hjóna Reggiani og Guccis verður sögð í kvikmyndinni House of Gucci sem kemur út seinna á árinu en söngkonan Lady Gaga mun fara með hlutverk Reggiani og leikarinn Adam Driver með hlutverk Guccis. 

„Er einhver nógu hugrakkur til að drepa eiginmann minn?“ sagðist Reggiani muna eftir að hafa spurt í heimildamyndinni Lady Gucci: The Story of Patrizia Reggiani. 

Slátrarinn vildi ekki hjálpa henni né nokkur annar í bænum fyrr en vinkona hennar sálfræðingurinn Giuseppina Auriemma beit á agnið og hafði að lokum samband við manninn sem myrti Gucci hinn 27. mars árið 1995. 

Reggiani og Gucci giftu sig 1973 og eignuðust dæturnar Allegru og Alessöndru. Árið 1985 yfirgaf Gucci Reggiani fyrir konu að nafni Paolu Franchi. Franchi var ljóshærð, græneygð leikkona. 

Patrizia Reggiani var handtekin árið 1998.
Patrizia Reggiani var handtekin árið 1998. mbl.is

„Hún leitaði um alla Mílanó að manni sem vildi drepa hann. Enginn tók hana alvarlega. Ég var eini vitleysingurinn,“ sagði Auriemma í heimildamyndinni. Reggiani sat inni í 18 ár fyrir að ráða mann til að myrða eiginmann sinn.

Heiftin var mikil eins og hún lýsir í myndinni. „Maurizo skar okkur út úr lífi sínu. Hann vildi ekki lengur hitta fjölskyldu sína. Við áttum fjögur húsi í Saint Moritz og hann vildi ekki einu sinni gefa dóttur minni eitt hús. Ég var sár og niðurlægð af því hann hafði fundið aðra konu. Hann eignaðist annað líf,“ sagði Reggiani. 

Reggiani og Gucci skildu formlega árið 1994 og hann var myrtur 1995. „Ég þurfti að finna rétta fólkið sem gat gert þetta fyrir mig,“ sagði Reggiani. Hún var handtekin árið 1998 fyrir að skipuleggja morðið og dæmd í 29 ára fangelsi. Hún losnaði úr fangelsi árið 2016 eftir aðeins 18 ár, vegna góðrar hegðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup