Pitt miður sín vegna aðferða Jolie

Angelina Jolie og Brad Pitt deila um forræði barna sinna.
Angelina Jolie og Brad Pitt deila um forræði barna sinna. AFP

Leikarinn Brad Pitt er miður sín eftir að skjöl í forræðismáli hans og leikkonunnar Angelinu Jolie láku í fjölmiðla í síðustu viku. Jolie er sögð vera tilbúin að reiða fram gögn sem styðja framb­urð um heim­il­isof­beldi í deilunni við Brad Pitt.

Árið 2016 sakaði Jolie Pitt um að hafa átt í átökum við elsta barn þeirra um borð í einkaþotu. Hjónin eru löglega skilin en eiga enn í forræðisdeilu. 

Heimildarmaður Page Six segir Pitt vera miður sín yfir því hvaða aðferðum Jolie beitir í málinu. Miklar og erfiðar tilfinningar fylgja skilnaði þeirra. 

„Hann hefur tekið ábyrgð á gjörðum sínum og viðurkennt vandamál sín, hann hætti að drekka,“ sagði heimildarmaður. „Hjónabandið var ástríðufullt og stundum eitrað. Þau rifust eins og öll pör en áttu líka sínar góðu stundir. Hann hefur talað um drykkju- og fíkniefnavanda sem hann glímdi við á meðan þau voru saman.“

Pitt hefur aldrei verið handtekinn eða ákærður fyrir ofbeldi sem átti sér stað á meðan sambandi þeirra stóð. Teymi Pitts finnst eins og lekinn hafi verið skipulagður og til þess gerður að hafa áhrif á skoðanir fólks. Pitt er sagður miður sín vegna þess að honum er haldið frá börnum sínum. Vonast er til þess að málinu ljúki í næsta mánuði.

Angelina Jolie með dætrum sínum Shiloh Nouvel Jolie-Pitt og Zahöru …
Angelina Jolie með dætrum sínum Shiloh Nouvel Jolie-Pitt og Zahöru Marley Jolie-Pitt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir