Stjörnur sem fóru gegn Covid-straumnum

Kevin Spacey skilur vel hvað fólk sem misst hefur vinnuna …
Kevin Spacey skilur vel hvað fólk sem misst hefur vinnuna vegna faraldurs er að ganga í gegnum. Hann missti vinnuna vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi og finnst það sambærilegt. AFP

Margar stjörnur hafa látið ýmis misgáfuleg orð falla vegna heimsfaraldursins. Flestir meina vel en orð þeirra eru misskilin eða misheppnuð. 

Madonna  Covid-19 sem jöfnunartæki

Madonna er hress og með mótefni.
Madonna er hress og með mótefni. AFP

Madonna flutti ræðu í myndbandi (sem hún hefur nú fjarlægt) um það að faraldurinn gerði engan greinarmun á ríkum og fátækum. Þetta sagði hún meðan hún var í blómafylltu baði, íklædd gimsteinum. Yfirheiti myndbandsins var: „Engin mismunun  Covid-19!“

„Þetta er málið með COVID-19. Því er sama hversu ríkur maður er, hversu frægur maður er eða fyndinn. Þetta er hið mikla jöfnunartæki og það hræðilega við það er líka það sem er frábært við það.

Það slæma er að við erum öll jöfn á margan hátt og það frábæra við það er að það hefur gert okkur jöfn á margan hátt,“ sagði söngkonan.

Madonna hlaut mikla gagnrýni fyrir þessi orð og var sökuð um að varpa rómantískum blæ á faraldurinn. 

Þá olli hún líka talsverðum usla þegar hún sagðist ætla að „anda að sér Covid-19-lofti“ eftir að hún greindist með mótefni.

Evangeline Lilly  frelsi umfram líf

Evangeline Lilly lék í þáttunum Lífsháska.
Evangeline Lilly lék í þáttunum Lífsháska. Reuters

Lost-leikkonan Evangeline Lilly reitti marga til reiði eftir að hún sagðist ekki stunda samskiptafjarlægð (social distancing) „í nafni öndunarfæraflensu“.

„Þar sem við erum stödd núna minnir mjög á herlög og það fer hrollur um mig nú þegar, allt í nafni öndunarfæraflensu,“ sagði Lilly.

„Sumir velja líf umfram frelsi, aðrir velja frelsi umfram líf sitt. Við veljum fyrir okkur sjálf.“

Lilly baðst afsökunar á ummælunum eftir mikla gagnrýni og sagðist vera farin að stunda samskiptafjarlægð.

Vanessa Hudgens  óumflýjanleg dauðsföll

Vanessa Hudgens er leikkona og fór ekki gætilega með orð …
Vanessa Hudgens er leikkona og fór ekki gætilega með orð sín. AFP

„Þetta er vírus, ég skil það. Ég virði það. Á sama tíma, jafnvel þótt allir fái vírusinn ... já fólk mun deyja, sem er hræðilegt en samt óumflýjanlegt,“ sagði leikkonan á Instagram Live.

Hudgens hlaut mikla gagnrýni fyrir orð sín og var sökuð um að vera sjálfselsk. Hún sagði að fólk hefði misskilið orð sín og sett þau í rangt samhengi. „Þetta eru brjálaðir tímar. Ég tek þessu ekki létt, alls ekki.“

Khloé Kardashian  spreðaði klósettpappír

Khloe Kardashian sóaði klósettpappír á tímum skorts.
Khloe Kardashian sóaði klósettpappír á tímum skorts. mbl.is/AFP

Khloé Kardashian hrekkti systur sína Kourtney Kardashian með því að skreyta allt hús hennar með klósettpappír. Þetta var á þeim tíma sem mikill skortur var á aðföngum í verslunum Bandaríkjanna og fólk var að birgja sig upp af klósettpappír. 

Án þess að átta sig á hversu óviðeigandi þessi brandari var deildi Kourtney uppátækinu á samfélagsmiðlum og sagði þetta vera hinn besta hrekk. Allt ætlaði um koll að keyra.

Tom Brady  líkamsrækt í almenningsgarði

Tom Brady smyglaði sér í lokaðan almenningsgarð til að koma …
Tom Brady smyglaði sér í lokaðan almenningsgarð til að koma sér í gott form. AFP

Ruðningshetjan Tom Brady sást gera æfingar í almenningsgarði sem var lokaður öllum vegna samkomubanns. Brady var einn á ferð en uppskar samt gagnrýni fyrir að virða ekki reglur.

Kevin Spacey  líkti faraldrinum við eigin mistök

Kevin Spacey er á svörtum lista eftir að hafa verið …
Kevin Spacey er á svörtum lista eftir að hafa verið ásakaður um kynferðislega áreitni. Hann getur því vel sett sig í spor annarra sem misst hafa vinnuna vegna faraldurs. AFP

Leikarinn Kevin Spacey sagði í viðtali við þýskt hlaðvarp að hann gæti vel fundið til samkenndar með þeim sem misstu störf sín í faraldrinum.

„Ég trúi því að þessir tilfinningalegu erfiðleikar sem maður upplifir séu af sama toga. Ég skil hvernig það er þegar manni er skyndilega sagt upp. Það eru aðstæður sem maður hefur enga stjórn á.“

Spacey var sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum aðilum og hefur ekki starfað í Hollywood síðan.

Oz læknir  vildi opna skóla

Dr. Oz hefur talað fyrir bættri heilsu í gegnum tíðina.
Dr. Oz hefur talað fyrir bættri heilsu í gegnum tíðina.

Oz læknir sagði að skóla ætti að opna að nýju þrátt fyrir að dánartíðni gæti aukist. 

„Við þurfum að komast á réttan kjöl og við gerum það með því að opna það sem hægt er að opna án þess að valda miklum skaða. Skólar eru þar mjög aðlaðandi tækifæri. Ég sá grein þar sem því var haldið fram að opnir skólar myndu kosta okkur aðeins 2-3% í heildardánartíðni. Ég meina, hvert líf skiptir máli en það að börn fái að njóta skólagöngu, fái menntun, mat, öruggt umhverfi eru kannski hagsmunir sem vega upp á móti.“

Dr Phil  fleiri deyja í sundlaugum

Þáttastjórnandinn og sálfræðingurinn Dr. Phil.
Þáttastjórnandinn og sálfræðingurinn Dr. Phil.

Dr. Phil reitti marga til reiði þegar hann gagnrýndi samkomubannið og sagði að sundlaugar, reykingar og bílslys væru mun stærri ógn en kórónuveiran.

„Staðreyndin er sú að 40 þúsund manns deyja á ári hverju í bílslysi, 480 þúsund af völdum reykinga og 360 þúsund í sundlaugum. Við lokum ekki landinu út af því. En við gerum það vegna Covid-19!“ 

Dr Phil hefur síðan verið rengdur en svo virðist sem tala þeirra sem látast í sundlaugum sé nærri 3.500. Hann segist hafa tekið slæm dæmi til þess að rökstyðja mál sitt.

Woody Harrelson  Covid bara 5G-samsæri

Woody Harrelson.
Woody Harrelson. Reuters
Stjörnur á borð við John Cusack, Keri Wilson og Woody Harrelson hafa sett fram þær kenningar að 5G sé orsök kórónuveirunnar.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup