Chasten Buttigieg er oft talinn vera hundalabbari eiginmanns síns Petes Buttigiegs. Chasten var áður kennari í Indiana áður en sagði starfi sínu lausu til þess að styðja eiginmann sinn þegar hann gaf kost á sér til forsetaframboðs innan raða demókrata en nú er Buttigieg samgöngumálaráðherra innan ríkisstjórnar Bidens.
Í viðtali við New York Times segir Chasten Bittigieg að fólk stoppi hann iðulega þegar hann er úti að ganga með hundana þeirra og spyrji hvernig það sé að vinna við að vera hundalabbari Petes Buttigiegs. „Þetta er lífsviðurværi,“ svarar hann iðulega.
Þá segist hann enn vera að laga sig að breyttu hlutverki.
„Pete fer á fætur á morgnana og fer og vinnur við það sem gerir hann mjög hamingjusaman. Hjá mér var það kennslan og að mæta í skóla alla daga. Nú þarf ég að finna út úr því hvort það sé starf sem ég get snúið aftur til.“