Sjónvarpskonan Bethenny Frankel trúlofaði sig strax eftir að hún skildi loksins formlega við eiginmann sinn Jason Hoppy. Frankel og Hoppy skildu að borði og sæng fyrir átta árum.
Nú er hún trúlofuð kærasta sínum til nokkurra ára, Paul Bernon.
Frankel og Hoppy giftu sig árið 2010 og eiga saman soninn Bryn sem er 10 ára. Hún sótti um skilnað í desember 2012. Dómari kvittaði svo loks upp á skilnaðinn 20. janúar síðastliðinn.
Sögusagnir fóru á kreik um helgina um að hún væri trúlofuð á ný þegar hún sást með stóran hring á baugfingri vinstri handar í fríi í Flórída.
Frankel og Bernon hafa verið saman síðan 2018.