Tónlistarkonan Britney Spears óskaði eftir því í nýlegum skjölum við dómara að Jodi Montgomery yrði skipuð ótímabundinn lögráðamaður hennar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Spears óskar eftir því. Á síðasta ári gerði hún slíkt hið sama en hafði ekki erindi sem erfiði.
Á síðasta ári mótmælti hún því líka harðlega að faðir hennar, Jamie Spears, yrði aftur skipaður lögráðamaður hennar en hann var að lokum skipaður yfir fjármálum hennar ásamt Bessemer Trust.
Jamie hafði verið lögráðamaður dóttur sinnar í 12 ár þegar hann steig til hliðar vegna veikinda sinna í september 2019. Þá var Montgomery skipuð sem tímabundinn lögráðamaður Britney.