Bríet með flestar tilnefningar

Bríet flytur lag sitt Esjan.
Bríet flytur lag sitt Esjan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flestar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár hlýtur Bríet Ísis Elfar fyrir tónlistina á plötu sinni Kveðja, Bríet en tilnefningarnar eru sjö talsins auk þess sem Pálmi Ragnar Ásgeirsson samstarfsmaður Bríetar er tilnefndur sem lagahöfundur ársins.

Tilkynnt var í dag hvaða tónlistarfólk, hópar, viðburðir og fleiri hljóta tilnefningar til verðlaunanna 2021 fyrir hið fordæmalausa tónlistarár 2020. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 14. apríl.

Ingibjörg Turchi hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og djassáhugafólks fyrir plötu sína Meliae en hún var m.a. valin plata ársins hjá Morgunblaðinu í fyrra. Ingibjörg ásamt tónlistarmanninum Auði hljóta næstflestar tilnefningar, sex talsins og þau GDRN og Ásgeir hljóta fjórar. Um 120 flytjendur og hópar eru tilnefndir í ár og eru það fleiri en þrjátíu sem hljóta fleiri en eina tilnefningu í ár

„Tónlistarárið 2020 verður lengi í minnum haft fyrir margar sakir. Sköpunarkraftur og áræðni íslensks tónlistarfólks fór ekki framhjá neinum, á sama tíma þegar heimsfaraldur gekk yfir alla heimsbyggðina með öllum þeim takmörkunum á hinu hefðbundna lífi sem við þekkjum. Sjálfsbjargarviðleitnin skilaði sér í fjölmörgum skemmtilegum viðburðum á rafrænu formi, tónlist var áberandi í ljósvakamiðlum og síðast en ekki síst var uppskera nýrrar tónlistar með mesta móti. Innsendingar til verðlaunanna gáfu glögga mynd af því hversu blómlegt tónlistarstarfið var árið 2020 en metfjöldi barst í öllum flokkum verðlaunanna,“ segir í tilkynningu.

Verðlaunahátíðin í beinni útsendingu á RÚV. Kynnir kvöldsins er ein fyndnasta kona landsins, grín- og leikkonan Saga Garðarsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup