Gleðidagur í fangelsum landsins

Auður Margrét Guðmundsdóttir er ánægð með að vefverslun Fangaverks sé …
Auður Margrét Guðmundsdóttir er ánægð með að vefverslun Fangaverks sé loksins opnuð.

Vefverslun Fangaverks opnaði í dag en þar getur fólk verslað ýmiskonar vörur sem handgerðar eru af þeim sem sitja inni í fangelsum landsins. „Þetta er náttúrlega bara stór sigur, loksins,“ sagði Auður Margrét Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri í fangelsinu á Hólmsheiði, í samtali við mbl.is í dag.

Blómapottar, pennastandar, kertastjakar og skálar eru meðal þess sem hægt er að versla í vefverslun Fangaverks en áður fór salan fram á samfélagsmiðlum. Auður segir að það hafi verið mikilvægt að koma vefversluninni í loftið til að einfalda söluferlið, bæði fyrir kaupendur og Fangaverk. 

Fangaverk var komið á koppinn fyrir rúmlega ári síðan en Auður átti hugmyndina að verkefninu. Í viðtali við mbl.is á síðasta ári sagði hún að áður en verkefnið fór af stað hafi verkefni fyrir fanga verið ansi stopul.

Nú hefur hins vegar orðið breyting á og næg verkefni til að sinna á Hólmsheiði, Litla-Hrauni og í Kvíabryggju. Hægt er að kynna sér vöruúrvalið í nýrri vefverslun Fangaverks á Fangaverk.is.

Vefverslun Fangaverks er opin!
Vefverslun Fangaverks er opin! Skjáskot/Fangaverk
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver þér eldri og reyndari getur gefið þér góð ráð í dag. Mundu að það er fleiri ein leið að takmarkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver þér eldri og reyndari getur gefið þér góð ráð í dag. Mundu að það er fleiri ein leið að takmarkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio