Hætt á Twitter vegna heilsu sinnar

Chrissy Teigen er hætt á Twitter.
Chrissy Teigen er hætt á Twitter. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen er hætt á samfélagsmiðlinum Twitter. Teigen hefur verið gríðarlega vinsæl á miðlinum og oft slegið í gegn með beinskeyttum og bráðfyndnum tístum sínum. Twitter-ferill hennar hefur þó ekki bara verið dans á rósum þar sem hún hefur einnig orðið fyrir mikilli gagnrýni og neteinelti á miðlinum. 

„Nú er tími fyrir mig til að kveðja. Þessi miðill þjónar ekki lengur jákvæðum tilgangi í lífi mínu heldur neikvæðum, og ég held að núna sé réttur tími til að hætta,“ skrifaði Teigen sem er með 13 milljónir fylgjenda á Twitter. 

Nýlega varð Teigen fyrir harðri gagnrýni á miðlinum þegar hún kynnti til sögunnar vegan umhverfisvæna hreinsiefnalínu í samstarfi við raunveruleikastjörnuna Kris Jenner. 

Sumir fylgjendur hennar sökuðu hana um hræsni fyrir að gefa út vegan og umhverfisvænar vörur, þar sem hún borði kjöt og noti reglulega einkaþotu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup