Hollywoodstjarnan Jennifer Garner hefur ekki áhuga á að giftast aftur. Garner var lengi gift leikaranum Ben Affleck og tók skilnaður þeirra á. Hún segist hafa það fínt ein og segir í viðtali við People að hún sé ekki í leit að nýjum eiginmanni.
„Ég veit ekki. Ég er svo langt frá því. Ég veit ekki hvort hjónaband þyrfti að vera hluti af því. Ég meina ég ætla pottþétt ekki að vera einhleyp að eilífu,“ sagði Garner. „En þetta er ekki réttur tími. Ég þarf ekki að flækja hlutina, ég er góð.“
Garner segist vera nokkuð sterk og hefur það fínt án þess að vera með karlmann í húsinu. „Það er í lagi með mig þegar ég er ein í húsinu. Það er í lagi með mig þegar það eru bara ég og börnin. Það er allt í lagi þegar það koma upp vandamál. Ég meina, ég á mínar stundir, en svona heilt á litið þá er í lagi með mig.“
Affleck og Garner tilkynntu skilnað sinn í júní 2015 og var hann genginn í gegn tveimur mánuðum seinna. Þau giftu sig árið 2005 eftir eins árs samband og eiga saman þrjú börn, Violet, Seraphinu og Samuel.