Hefur engan áhuga á að giftast aftur

Jennifer Garner.
Jennifer Garner. AFP

Hollywood­stjarn­an Jenni­fer Garner hef­ur ekki áhuga á að gift­ast aft­ur. Garner var lengi gift leik­ar­an­um Ben Aff­leck og tók skilnaður þeirra á. Hún seg­ist hafa það fínt ein og seg­ir í viðtali við People að hún sé ekki í leit að nýj­um eig­in­manni. 

„Ég veit ekki. Ég er svo langt frá því. Ég veit ekki hvort hjóna­band þyrfti að vera hluti af því. Ég meina ég ætla pottþétt ekki að vera ein­hleyp að ei­lífu,“ sagði Garner. „En þetta er ekki rétt­ur tími. Ég þarf ekki að flækja hlut­ina, ég er góð.“

Garner seg­ist vera nokkuð sterk og hef­ur það fínt án þess að vera með karl­mann í hús­inu. „Það er í lagi með mig þegar ég er ein í hús­inu. Það er í lagi með mig þegar það eru bara ég og börn­in. Það er allt í lagi þegar það koma upp vanda­mál. Ég meina, ég á mín­ar stund­ir, en svona heilt á litið þá er í lagi með mig.“

Aff­leck og Garner til­kynntu skilnað sinn í júní 2015 og var hann geng­inn í gegn tveim­ur mánuðum seinna. Þau giftu sig árið 2005 eft­ir eins árs sam­band og eiga sam­an þrjú börn, Vi­olet, Serap­hinu og Samu­el.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það kallar á heilmikið skipulag þegar margt liggur fyrir bæði í starfi og utan þess. Reyndu að tengjast aftur löngunum þínum og hvötum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Col­leen Hoo­ver
4
Sofie Sar­en­brant
5
Tove Al­ster­dal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það kallar á heilmikið skipulag þegar margt liggur fyrir bæði í starfi og utan þess. Reyndu að tengjast aftur löngunum þínum og hvötum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Col­leen Hoo­ver
4
Sofie Sar­en­brant
5
Tove Al­ster­dal