Jessica Walter er látin

Jessica Walter er látin 80 ára að aldri.
Jessica Walter er látin 80 ára að aldri. AFP

Leikkonan Jessica Walter er látin. Walters var hvað þekktust fyrir að fara með aðalhlutverk í þáttunum Arrested Development. Hún var 80 ára að aldri. 

„Það syrgir okkur að staðfesta að okkar elskaða móðir er látin,“ sagði Brooke Bowman, dóttir Walter, í tilkynningu til fjölmiðla. 

Walter lést í svefni á heimili sínu í New York. 

Walter hlaut Emmy-verðlaun fyrir túlkun sína á Lucille Bluth í Arrrested Development árið 2006. Hún vann sem leikkona í yfir sex áratugi og fór með hlutverk í fjölda þátta og kvikmynda. 

Hún lék við hlið Clints Eastwoods í kvikmyndinni Play Misty for Me og var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir frammistöðu sína. 

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup