Leikkonan Jessica Walter er látin. Walters var hvað þekktust fyrir að fara með aðalhlutverk í þáttunum Arrested Development. Hún var 80 ára að aldri.
„Það syrgir okkur að staðfesta að okkar elskaða móðir er látin,“ sagði Brooke Bowman, dóttir Walter, í tilkynningu til fjölmiðla.
Walter lést í svefni á heimili sínu í New York.
Walter hlaut Emmy-verðlaun fyrir túlkun sína á Lucille Bluth í Arrrested Development árið 2006. Hún vann sem leikkona í yfir sex áratugi og fór með hlutverk í fjölda þátta og kvikmynda.
Hún lék við hlið Clints Eastwoods í kvikmyndinni Play Misty for Me og var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir frammistöðu sína.