Natan Dagur hafði betur í einvíginu

Natan Dagur söng lagið Take me to Church ásamt Alexu …
Natan Dagur söng lagið Take me to Church ásamt Alexu í Voice í Noregi í kvöld. Skjáskot

Natan Dag­ur hafði bet­ur í ein­vígi í The Voice í Nor­egi í kvöld og er þar með kom­inn áfram í þriðju um­ferð keppn­inn­ar. Natan keppti við söng­kon­una Al­exu, og sungu þau sam­an lagið Take me to Church. 

„Þetta kom mikið bet­ur út en ég átti von á, þetta var nán­ast galla­laust,“ sagði Natan Dag­ur í sam­tali við mbl.is eft­ir að þætt­in­um lauk í kvöld. Ein­vígið var tekið upp í stúd­íói fyr­ir nokkr­um vik­um svo Natan rifjar upp hvernig hon­um leið þegar ein­vígið sjálft fór fram. 

„Eft­ir upp­töku ein­vígs­ins fór ég í viðtal og ég spurður hvernig mér liði; mér leið bara ábala­vel­bala,“ sagði Natan og vísaði í fræg mis­mæli kepp­anda í ís­lenska Idol­inu forðum daga.

Natan Dagur hafði betur í einvíginu gegn Alexu í Voice …
Natan Dag­ur hafði bet­ur í ein­víg­inu gegn Al­exu í Voice í Nor­egi í kvöld. Skjá­skot

Erfiður mót­herji

Natan seg­ir að mót­kepp­and­inn sinn hafi ekki verið neitt lamb að leika sér við. Hún hafi reynt að grafa und­an ör­yggi hans og ekki verið til í að vinna verk­efnið, sem krafðist nóþokk­urs und­ir­bún­ings, í sam­vinnu. „Ég veit ekki hvað var í gangi hjá henni, en hún var aug­ljós­lega að reyna að brjóta mig niður. Kannski er hún bara óör­ugg,“ seg­ir Natan. Hann seg­ir sig­ur­inn ekki síður hafa verið sæt­an vegna þess að það tókst ekki hjá mót­herj­an­um. 

„Eins og sést á upp­tök­unni þá er hún svo­lítið að reyna að öskra yfir mig í lag­inu,“ seg­ir Natan og seg­ir Al­exu ekki hafa nýtt tæki­færi til að lyfta flutn­ingi lags­ins upp, held­ur hafi hún reynt að „yf­ir­syngja“ hann.

Sló í gegn í fyrstu um­ferð

Fyrsta stig keppn­inn­ar er svo­kölluð blind áheyrn­ar­prufa, þar sem Natan Dag­ur sló ræki­lega í gegn og grætti dóm­ara þátt­ar­ins. All­ir dóm­ar­ar og söngþjálf­ar­arn­ir föluðu eft­ir að fá hann með sér í lið. Mynd­band með áheyrn­ar­pruf­unni hef­ur nú hlotið yfir millj­ón áhorf á mynd­bandsveit­unni Youtu­be og yfir 400 þúsund hlust­an­ir á tón­lista­veit­unni Spotify.

Upp­töku af áheyrn­ar­prufu Natans má sjá hér: 

Var strítt og hætti að syngja

Það var bróðir Natans sem skráði hann upp­haf­lega í keppn­ina. Natan seg­ir að hann hafi haft áhuga á söng frá því að hann var krakki. Á aldr­in­um 11 og 12 ára, þegar stjarna Just­in Bie­ber reis, hafi hann fyllst aðdá­un­ar af hon­um og langað að vera eins og hann. 

„Ég fór að gera Youtu­be mynd­bönd sjálf­ur þegar ég var ell­efu eða tólf ára. Mér fannst það mjög gam­an og ég var mjög spennt­ur fyr­ir þessu öllu sam­an. Það var erfitt að búa í litlu sam­fé­lagi eins og Ak­ur­eyri. Það voru mín­ir eig­in vin­ir sem gerðu mikið grín að mér til dæm­is á fót­boltaæf­ing­um. Þeir fóru að gera grín að því sem ég sagði á ensku og svona, end­ur­tekið á asna­leg­an hátt. Eft­ir það læsti einn fé­lagi minn sig inni í tón­list­ar­her­berg­inu og spilaði mig í mat­saln­um fyr­ir all­an skól­ann. Þá varð ég mjög lít­ill í mér, hætti að gera mynd­bönd og hætti bara að syngja yfir höfuð.“

Hann seg­ir vendipunkt í sín­um tón­listaráhuga síðan orðið þegar hann var 17 ára og flutti til Ítal­íu. „Þá byrjaði ég að taka söng­inn aðeins upp aft­ur. Ég flutti bara einn út, frá öll­um sem ég þekkti á Íslandi, var einn í skóla og var bara mikið einn. Pabbi gaf mér ukulele áður en hann fór aft­ur heim, en hann var hjá mér fyrstu vik­urn­ar. Ég fór að taka það upp, syngja með og finna mig aft­ur í söngn­um. Þá fór ég að gera aft­ur mynd­bönd og fékk mjög góð viðbrögð við þeim.“

Natan seg­ir að hann hafi síðan æft sig mikið fyr­ir fram­an bróður sinn og vini hans og þeir hafi hvatt hann áfram. Þannig kom það til að bróðir Natans skráði hann í keppn­ina þar sem hann elt­ir nú drauma sína um að vera söngv­ari.

Sjá má upp­töku af frammistöðu kvölds­ins hér: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Það er alltaf tvíbent að reyna að þrýsta hlutum í gegn án þess að vinna þeim jarðveginn. Sköpunarþrá þín þarfnast útrásar og verður ekki flúin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Það er alltaf tvíbent að reyna að þrýsta hlutum í gegn án þess að vinna þeim jarðveginn. Sköpunarþrá þín þarfnast útrásar og verður ekki flúin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir