Albert Mónakófursti segist bera virðingu fyrir líðan Harrys Bretaprins og Meghan eiginkonu hans. Hann segir þó að þau hefðu ekki átt að fara í viðtal til Opruh Winfrey og tjá sig um fjölskyldu sína. Mónakófurstinn var spurður út í viðtalið umdeilda í viðtali við BBC.
„Það er erfitt að setja sig í spor annarra. Ég skil álagið sem var á þeim en ég held að svona opinber umræða um óánægju, svo vægt sé til orða tekið, ætti að fara fram með nánustu fjölskyldu. Hún þarf ekki að vera opinber,“ sagði Mónakófursti í viðtalinu.
Mónakófursti sagði viðtalið hafa truflað sig aðeins. „Ég tel þetta hafi ekki verið viðeigandi vettvangur fyrir svona umræðu,“ sagði Albert og óskaði Harry velfarnaðar að lokum. Hann sagði heiminn erfiðan stað og sagðist vona að prinsinn tæki réttar ákvarðanir í framtíðinni.
In a rare interview, Prince Albert of Monaco gives advice to Prince Harry "this type of public display of dissatisfaction... these types of conversations should be held in the intimate quarters of the family... it did bother me"
— Yalda Hakim (@BBCYaldaHakim) March 25, 2021
booked by the indefatigable @SamMcAlister1 pic.twitter.com/oB5sPCe8d4