Leikkonuna Jane Fonda langar ekki að fara í ástarsamband með karlmanni á þessum tímapunkti í lífi sínu. Hún væri hins vegar alveg til í að fara á stefnumót og sofa hjá yngri manni.
Fonda prýðir forsíðu tímaritsins Harper's Bazaar í apríl.
„Mig langar ekki að vera í sambandi, kynferðislegu sambandi, aftur. Ég þrái það ekki. En dreymir mig stundum um það? Já. Mig dreymir að ég kynnist prófessor eða vísindamanni, einhverjum í þeim geira, sem getur elskað og dekrað við konu, svo ég gæti prófað sjálfa mig og séð hvort ég mæti á staðinn,“ sagði Fonda.
„Ég held að ég gæti það núna, en vandamálið er að ég myndi vilja yngri mann. Er það ekki skelfilegt? Það er aðallega húðin. Ég myndi vilja yngri mann, ég er of hégómagjörn,“ sagði Fonda.
Fonda segir að hún hafi alltaf átt erfitt með nándina og í gegnum tíðina hafi hún valið sér karlmenn sem sjálfir áttu erfitt með nánd líka. Hún var gift leikstjóranum Roger Vadim, aktívistanum Tom Hayden og fjölmiðlamanninum Ted Turner.
„Hluti af því af hverju ég hef samband með manni er að mér líður eins og hann geti leitt mig á nýjar slóðir. Ég laðast að fólki sem getur kennt mér eitthvað nýtt og hvers líf er frábrugðið mínu,“ sagði Fonda.