Hver man ekki eftir Lukas Rossi, sigurvegaranum geðþekka úr raunveruleikasjónvarpstónlistarþættinum (toppið lengdina á því orði!) Rock Star Supernova, sem Magni okkar Ásgeirsson tók svo eftirminnilega þátt í vestur í Bandaríkjunum fyrir hálfum öðrum áratug?
Hann er enn að syngja úr sér lifur og lungu og nú er von á nýrri breiðskífu frá einu af böndunum hans, Switchblade Glory. Human Toys nefnist hún og kemur út á tíu ára afmæli fyrri plötu þeirra sjálfskeiðunga sem bar nafn bandsins.
Með Rossi í Switchblade Glory eru Kenny Aronoff á trommur, Steve Polin á gítar og Josh Esther á bassa.