Leikkonan Tori Spelling úr unglingasápunni Beverly Hills, 90210 átti aldrei í eldheitu sambandi við bandarísku sjónvarpsstjörnuna Ryan Seacrest. Tuttugu árum eftir að hún hafði tækifæri til þess að eiga í nánu sambandi við hann vottar fyrir smá eftirsjá.
„Hvaða stjörnu hefðir þú átt að sofa hjá en gerðir ekki?“ spurði raunveruleikaþáttastjarnan Lisa Vanderpump Spelling nýlega að því er fram kemur á vef Us Weekly. „Ryan Seacrest. Þetta var þegar hann var að byrja,“ sagði Spelling um Seacrest en seinna sló hann í gegn sem kynnir í American Idol-þáttunum.
„Ég gæti verið Kardashian núna,“ bætti Spelling við og átti þar við að Seacrest tekur þátt í að framleiða raunveruleikaþættina um Kardashian-fjölskylduna.