Sharon Osbourne búin að missa vinnuna

Sharon Osbourne mun ekki snúa aftur í spjallþáttinn The Talk.
Sharon Osbourne mun ekki snúa aftur í spjallþáttinn The Talk. mbl

Spjallþáttastjórnandinn Sharon Osbourne mun ekki snúa aftur í spjallþáttinn The Talk eftir að hafa átt í heitum samræðum um kynþáttafordóma í beinni útsendingu fyrr í þessum mánuði.

Umræðan sneri að Meghan hertogaynju af Sussex og viðtalinu sem Oprah Winfrey tók við hana og eiginmann hennar, Harry Bretaprins. 

Þá tók Osbourne undir málstað annars spjallþáttastjórnanda, Piers Morgans, sem hafði látið gamminn geisa um viðtalið í breska morgunþættinum Good Morning Britain. Hann sagðist ekki trúa orði af því sem Meghan segði í viðtalinu. Morgan sagði upp störfum í kjölfarið.

Sjónvarpsstöðin CBS tók The Talk af dagskrá á meðan mál Osbourne var rannsakað. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að orðræða Osbourne hefði ekki verið samkvæmt gildum sjónvarpsstöðvarinnar.

Osbourne hafði starfað í 11 ár í þættinum, eða allt frá því að hann fór í loftið árið 2010.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup