Ákærður fyrir barnaníð

Steven Johnson.
Steven Johnson. Ljósmynd/Limestone County Jail

Trommuleikarinn Steven Johnson hefur verið handtekinn vegna gruns um barnaníð. Johnson er trommuleikari hljómsveitarinnar Alabama Shakes en hljómsveitin hefur meðal annars unnið til Grammy-verðlauna. 

Johnson var handtekinn á miðvikudag í Limestonesýslu í Alabama í Bandaríkjunum og færður í fangelsi. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa pyntað, misnotað og beitt barn harkalegu ofbeldi. 

Johnson mun koma fyrir dómara 7. apríl næstkomandi. 

Á síðasta ári játaði Johnson fyrir dómara að hann hefði brotið nálgunarbann vegna heimilisofbeldis. Hann fékk 24 mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í kjölfarið. 

Alabama Shakes hafa ekki starfað síðan 2018.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup