Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið frumsýndu tónlistarmyndbandið við lagið 10 Years nú klukkan 11. Lagið er framlag Íslands í Eurovision sem fer fram í Rotterdam í maí.
Lagið kom út fyrr í þessum mánuði og hefur notið mikilla vinsælda hér heima sem og erlendis. Myndbandið má horfa á hér fyrir neðan.