Aukaþáttur með Helga og félögum

Gaman. Bubbi Morthens og Helgi Björns fóru á kostum um …
Gaman. Bubbi Morthens og Helgi Björns fóru á kostum um síðustu helgi.

Helgi Björns og hljómsveitin Reiðmenn vindanna verða með aukaþátt í beinni útsendingu í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans næstkomandi laugardagskvöld. Framhaldið er óráðið en hugsanlega verður þráðurinn tekinn upp síðar.

Frá því í mars í fyrra hafa tónlistarmennirnir gert 29 þætti í samvinnu við Sjónvarp Símans og lauk síðustu þáttaröðinni á laugardag. Helgi segir að í kjölfarið hafi verið mikill utanaðkomandi þrýstingur, meðal annars á sérstakri Facebook-síðu, um að vera með aukaþátt og að vel athuguðu máli hafi verið ákveðið að verða við þeirri ósk.

Þættirnir urðu til samfara samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra og hafa fylgt veirunni síðan. Helgi segir að útlit hafi verið fyrir að fólk færi á ferðina um páskana og lok þáttaraðarinnar hafi verið ákveðin með það í huga. Miðað við stöðuna í faraldrinum fyrir skömmu hafi sennilega fáir átt von á samkomutakmörkunum um páskana, en annað hafi komið á daginn. „Í ljósi þessara aðstæðna og fjölmargra áskorana ákváðum við að telja í einn páskaþátt.“

Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda. Helgi segir að enginn hafi vitað út í hvað þeir voru að fara fyrir rúmu ári og því síður að þeir væru enn með skemmtiþátt rúmu ári síðar. „Eitt hefur leitt af öðru og þessi ferð hefur verið mjög ánægjuleg fyrir okkur auk þess sem við höfum fundið fyrir miklu þakklæti frá áhorfendum.“

Margir gestir, jafnt reyndir sem efnilegir, hafa komið fram í þáttunum og samtals hafa verið flutt um 400 íslensk lög í þeim.

„Það er mjög skemmtilegt að hafa getað sýnt breiddina í íslensku söngbókinni, ekki síst þegar lítið hefur verið um tækifæri fyrir tónlistarfólk til þess að koma fram,“ segir Helgi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir