Britney: „Ég grét í tvær vikur“

Britney Spears er ein frægasta söngkona heims.
Britney Spears er ein frægasta söngkona heims. AFP

Britney Spears tjáði sig í nótt um heimildarmyndina Framing Britney Spears sem kom út febrúar. Myndinni var vel tekið en svo virðist sem söngkonan sé ekki jafnsátt og gagnrýnendur. Spears hefur ekki horft á alla myndina en segist þó vera miður sín. 

Í myndinni er máluð sú mynd af Spears að hún sé fórnarlamb slúðurmiðla og föður síns. Þekktir aðilar hafa stigið fram og beðið Spears afsökunar og umfjöllunin um Spears á sínum tíma verið harðlega gagnrýnd. 

Áður en Spears tjáir sig beint um heimildarmyndina tekur hún fram að það hafi mikið verið talað um líf hennar og hún verið dæmd. 

„Ég horfði ekki á heimildarmyndina en af því sem ég sá þá líður mér illa yfir þeirri mynd sem var dregin upp af mér [...] Ég grét í tvær vikur og já [...] Ég græt stundum enn þá!!!“ Skrifaði Britney meðal annars á Instagram. Hún segist gera allt til þess að halda í gleðina og dansar til þess. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup