TikTok-stjarnan Rochelle Hager lést í skelfilegu slysi í Maine á dögunum. Hager, sem hélt úti vinsælum aðgangi á TikTok undir nafninu Roeurboat3, lést þegar tré féll á bíl hennar.
Lögreglan í Farmington sagði í viðtali við Portland Press Herald að grein af grenitré hefði fallið á bíl hennar í miklum stormi og að Hager hefði látist samstundis.
Hager var trúlofuð Brittanie Lynn Ritche og stefndu þær að því að gifta sig 16. október. Þær voru opnar um samband sitt á samfélagsmiðlum en Hager var með 130 þúsund fylgjendur og nokkrar milljónir höfðu horft á myndböndin hennar.