Gerir heimildamynd til að gleyma ekki dóttur sinni

Janis Winehouse, móðir Amy Winehouse, ætlar að gera heimildamynd um …
Janis Winehouse, móðir Amy Winehouse, ætlar að gera heimildamynd um dóttur sína. SHAUN CURRY

Janis Winehouse, móðir söngkonunnar heitinnar Amy Winehouse, ætlar að gera heimildamynd um dóttur sína í samstarfi við breska ríkisútvarpið BBC. Þá verða 10 ár liðin frá því að Amy féll frá, 27 ára að aldri. 

Janis vill gera myndina til að koma öllum minningum sínum um dóttur sína frá sér þar sem hún greindist með MS-sjúkdóminn árið 2003. Hún hræðist að missa minningarnar um dóttur sína þegar sjúkdómurinn fer að herja meira á hana. 

„Mér líður eins og heimurinn hafi ekki þekkt hina einu sönnu Amy, þá sem ég ól upp,“ sagði Janie. Hún segist hlakka til að fá til að segja sögu dóttur sinnar svo aðdáendur hennar fái að kynnast rótum hennar og raunverulegum persónuleika. 

Amy Winehouse lést í júlí árið 2011 vegna áfengiseitrunar.

Samkvæmt BBC mun Janis að mestu leyti segja sögu söngkonunnar og frá viðburðum í lífi hennar. Frásögn Janisar stangast oft á við það sem hefur áður verið skrifað og sagt um viðburði í lífi Amy. 

BBC

Mitch og Janis, foreldrar Amy Winehouse.
Mitch og Janis, foreldrar Amy Winehouse. ANDREW COWIE
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup