Fjölskyldan ánægð með nýja kærastann

Sofia Richie er komin með nýjan kærasta.
Sofia Richie er komin með nýjan kærasta. AFP

Fyrirsætan Sofia Richie er komin með nýjan mann upp á arminn og í þetta skiptið er fjölskyldan ánægð með nýja kærastann. Hún er nú sögð byrjuð með Elliot Grainge en hann starfar hjá útgáfufélagi í tónlistargeiranum. 

„Þau hafa verið vinir í mörg ár og Elliot er náinn vinur bróður Sofiu, Miles,“ sagði heimildarmaður ET sem sagði þau hamingjusöm saman. „Það er mjög gott fyrir Sofiu að vera að hitta einhvern sem fjölskylda hennar samþykkir og kann vel við.“

Hin 22 ára gamla Richie var með ólátabelgnum Scott Disick, barnsföður Kourtney Kardashian, í þrjú ár. Fjölskylda Richie var sögð ánægð þegar parið hætti saman en Richie er dóttir tónlistarmannsins Lionels Richies. 

Richie birti mynd af sér með nýja kærastanum í lok mars. 

View this post on Instagram

A post shared by Sofia Richie (@sofiarichie)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar