Jarðarförin mín til Þýskalands og Frakklands

Jarðarförin mín hefur verið seld til Þýskalands og Frakklands.
Jarðarförin mín hefur verið seld til Þýskalands og Frakklands. Ljósmynd/Glassriver

Þýsk-franska menningarsjónvarpsstöðin ARTE hefur tryggt sér sýningarréttinn á Jarðarförinni minni sem sló í gegn í Sjónvarpi Símans í fyrra.

„Við erum himinlifandi yfir að vinna með hinni öflugu ARTE sem er metnaðarfull sjónvarpsstöð sem einbeitir sér að hágæða menningartengdu efni og hentar þetta seríunni fullkomlega,“ segir Jan Bennemann, framkvæmdastjóri hjá Dynamic Television sem sér um erlenda dreifingu á seríunni.

„Jarðarförin mín sló í gegn á Íslandi og við erum spennt að deila þessari frábæru seríu með áhorfendum um alla Evrópu,“ segir Bennemann.

„ARTE er meðal stærstu sjónvarpsfyrirtækja í Frakklandi og Þýskalandi og er þekkt fyrir að leggja áherslu á gæðaefni og eitthvað sem hristir upp í fólki,“ segir Hörður Rúnarsson hjá Glassriver sem framleiddi Jarðarförina mína fyrir Sjónvarp Símans. „Það vita allir hvað ARTE stendur fyrir og við hjá Glassriver erum stolt af því að Jarðarförin mín verði hluti af þeirra dagskrá í Þýskalandi og Frakklandi. Við erum sannfærð um að bráðskemmtilegt þema seríunnar slái í gegn hjá áhorfendum í þessum löndum,“ segir Hörður.

Hugmyndina að þáttunum á Jón Gunnar Geirdal, leikstjóri var Kristófer Dignus og handritin skrifaði hann ásamt Jóni Gunnari, Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur, Baldvini Z, Sóla Hólm og Ragnari Eyþórssyni.

Jarðarförin mín er ljúfsár en alvörugefin þáttaröð með Þórhalli Sigurðssyni í aðalhlutverki. Öll þáttaröðin er aðgengileg í Sjónvarpi Símans Premium. Þættirnir fjalla um mann sem greinist með ólæknandi heilaæxli sama dag og hann kemst á eftirlaun. Hann hefur eytt síðustu áratugunum í tilgangslausa rútínu, fjarlægst fjölskyldu sína og ekki lifað lífinu sem skyldi. Nú eru tvær vikur áður en hann fer í skurðaðgerð sem mun að öllum líkindum draga hann til dauða. Hann ákveður því að bæta upp fyrir tapaðan tíma með því að halda sína eigin jarðarför og vera sjálfur viðstaddur. Það er samt ekki eins einfalt og það hljómar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir