Átti sérstakan stað í hjarta Breta

Filippus prins árið 2020.
Filippus prins árið 2020. AFP

Fil­ipp­us prins fædd­ist á grísku eyj­unni Korfú árið 1921 og lést í dag 9. apríl 2021. Hann hefði því fagnað 100 ára af­mæli í júní á þessu ári. Mik­il sorg rík­ir í Bretlandi um þess­ar mund­ir en ljóst er að prins­inn átti sér­stak­an stað í hjarta Breta. 

Af grísk­um og dönsk­um kon­ung­s­ætt­um

Fil­ipp­us var af grísk­um og dönsk­um kon­ung­s­ætt­um. Afi hans var Grikk­land­skóng­ur og var fjöl­skylda Fil­ippus­ar gerð út­læg frá Grikklandi. Þá ólst hann upp í Frakklandi, Þýskalandi og loks Bretlandi.

For­eldr­ar hans kynnt­ust í jarðarför Vikt­oríu drottn­ing­ar árið 1901. Móðir Fil­ipp­us­ar var prins­essa Alice af Batten­berg. Hún var barna­barna­barn Vikt­oríu og fædd­ist í Windsor-kast­al­an­um. Faðir Fil­ippus­ar var Andrés Grikk­lands- og Dan­merk­urprins. Þau slitu sam­vist­um og faðir hans flutt­ist til Monte Car­lo til þess að vera með ást­konu sinni. And­legri heilsu móður Fil­ippus­ar hrakaði mjög og var hún lögð inn á geðsjúkra­hús í Aust­ur­ríki. Síðar átti hún eft­ir að helga líf sitt góðgerðar­mál­um í Grikklandi og varði svo síðustu tveim­ur árum ævi sinn­ar hjá Fil­ipp­usi og Elísa­betu II Bret­lands­drottn­ingu.

Filippus prins orðum prýddur.
Fil­ipp­us prins orðum prýdd­ur. AFP

Barðist í sjó­hern­um

Fil­ipp­us kynnt­ist aldrei hefðbundnu fjöl­skyldu­lífi né mikl­um stöðug­leika. Hann lærði því ung­ur að reiða sig á sjálf­an sig. Hann var send­ur í heima­vist­ar­skóla og síðar í sjó­her­inn þar sem hann barðist fyr­ir Bret­land í seinni heims­styrj­öld­inni. Fjór­ar syst­ur hans gift­ust Þjóðverj­um og þrjár þeirra studdu málstað nas­ista. Það er skemmst frá því að segja að systr­um hans var ekki boðið í brúðkaup hans og Elísa­bet­ar II árið 1947.

Eft­ir stríð talaði prins­inn máli upp­bygg­ing­ar og tækni­fram­fara og hef­ur al­mennt verið tal­inn mjög fram­sýnn og fram­taks­sam­ur. Hann hafði líka orð á sér fyr­ir að vera hisp­urs­laus í sam­skipt­um og afar lit­rík­ur per­sónu­leiki. Um­fram allt er hans minnst fyr­ir að veita drottn­ing­unni ómet­an­leg­an stuðning. 

Brúðkaup Elísabetar og Filippusar árið 1947
Brúðkaup Elísa­bet­ar og Fil­ippus­ar árið 1947 AFP

Hvað um Elísa­betu?

Sér­fræðing­ar í Bretlandi hafa velt fyr­ir sér stöðu drottn­ing­ar í kjöl­far and­láts prins­ins. „Drottn­ing­in mun sakna hans án efa. En dauði hans mun ekki hafa komið henni á óvart enda hafði hann glímt við heilsu­brest lengi. Söknuður­inn verður sár en drottn­ing­in mun halda áfram sín­um skyldu­störf­um. Öll pör á þess­um aldri bú­ast við hinu versta en þeirra staða er þó afar sér­stök. Sem drottn­ing og höfuð rík­is­ins er Eng­lands­drottn­ing mun ein­angraðri og hef­ur þurft að reiða sig mjög á ráðgjöf og fé­lags­skap prins­ins. Þetta verða því mik­il viðbrigði,“ sagði álits­gjafi í viðtali við BBC.

Fil­ipp­us og Elísa­bet II voru gift í rúm 73 ár. Þau eignuðust fjög­ur börn, Karl prins, Önnu prins­essu, Andrés prins og Ját­v­arð prins. Þau eiga átta barna­börn og 10 barna­barna­börn og eitt á leiðinni.

Konungshjónin árið 1987.
Kon­ungs­hjón­in árið 1987. AFP
Elísabet drottning og Filippus prins voru bestu mátar.
Elísa­bet drottn­ing og Fil­ipp­us prins voru bestu mát­ar. AFP
Margir leggja leið sína til Windsor til þess að samhryggjast …
Marg­ir leggja leið sína til Windsor til þess að sam­hryggj­ast kon­ungs­fjöl­skyld­unni. AFP
Flaggað er í hálfa stöng í dag vegna andláts prinsins.
Flaggað er í hálfa stöng í dag vegna and­láts prins­ins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant