Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent Elísabetu II Bretadrottningu samúðarkveðjur vegna fráfalls eiginmanns hennar, Filippusar hertoga af Edinborg. Filippus prins lést í morgun 99 ára að aldri.
My wife @elizajreid and I send our sincere condolences to Her Majesty The Queen Elizabeth II, the @RoyalFamily and UK and Commonwealth citizens. The people of Iceland have fond memories of HRH Prince Philip's visits to this country.
— President of Iceland (@PresidentISL) April 9, 2021
Guðni rifjaði upp heimsókn Filippusar hingað til lands árið 1964 þegar hann kom í opinbera heimsókn fyrir hönd þeirra hjóna. Þá stoppaði Filippus í stutta stund á Álftanesi til að skoða fugla.
Ég hef sent hennar hátign Elísabetu II Bretadrottningu samúðarkveðju á twitter við fráfall Filippusar drottningarmanns,...
Posted by Forseti Íslands on Friday, 9 April 2021