Listakonan Tracy Emin er núna laus við krabbamein eftir að hafa farið í fjölda aðgerða í kjölfar illvígs krabbameins í þvagblöðru. Emin fagnaði áfanganum í viðtali við BBC Newsnight í gærkvöldi.
Emin sagði frá því í fyrra að hún hefði greinst með skætt krabbamein síðastliðið vor. Þvagblaðra hennar og þvagrás voru fjarlægðar, hún fór í legnám og eitlar voru fjarlægðir.
„Ég er ekki að mála núna því ég nota alla mína krafta til að halda lífi. Það er það sem ég er að gera,“ sagði hún í viðtalinu.