Systrabönd slær met í Sjónvarpi Símans Premium

Lilja Nótt Þórarinsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum í Systraböndum.
Lilja Nótt Þórarinsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum í Systraböndum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Systrabönd, ný ís­lensk þáttaröð, sló áhorfs­met í Sjón­varpi Sím­ans Premium um pásk­ana en horft var á þætt­ina yfir 210.000 sinn­um á tugþúsund­um heim­ila. Þáttaröðin sem fram­leidd er af Sagafilm kom í heild sinni í Sjón­varp Premium fyr­ir páska og hef­ur þannig slegið áhorfs­met í efn­isveitu Sím­ans.

Fyrra met setti þriðja þáttaröðin af Venju­legu fólki sem kom út síðasta haust. Heild­ar­fjöldi spil­ana á efni í Sjón­varpi Sím­ans Premium í páska­vik­unni var einnig það mesta frá upp­hafi eða nærri 1,2 millj­ón­ir spil­ana þökk sé frá­bær­um viðtök­um á Systrabönd­um.

Systrabönd eru dramaþætt­ir af bestu gerð, fjalla um hvarf 14 ára stúlku en jarðnesk­ar leif­ar henn­ar finn­ast 25 árum síðar og þá þurfa þrjár æsku­vin­kon­ur að horf­ast í augu við fortíðina.

Þætt­ir um kon­ur, gerðir af kon­um

Þætt­irn­ir hafa fengið mikið og já­kvætt um­tal síðustu daga á sam­fé­lags­miðlum fyr­ir yf­ir­burða leik, vandað hand­rit og góða leik­stjórn. Þætt­irn­ir hafa einnig fengið mikið hrós fyr­ir að fjalla um kon­ur frá öðru sjón­ar­horni en hef­ur áður verið gert. Þætt­irn­ir eru að stór­um hluta gerðir af kon­um en þáttaröðinni er leik­stýrt af Silju Hauks­dótt­ur sem kem­ur einnig að hand­rita­smíðinni ásamt Björgu Magnús­dótt­ur, Jó­hanni Ævari Gríms­syni og Jó­hönnu Friðriku Sæ­munds­dótt­ur. Þær Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir, Jó­hanna Friðrika Sæ­munds­dótt­ir og Lilja Nótt Þór­ar­ins­dótt­ir fara með aðal­hlut­verk­in en Hall­dóra Geir­h­arðsdótt­ir, Sveinn Geirs­son og María Heba Þor­kels­dótt­ir fara með stór auka­hlut­verk ásamt fjölda annarra.

„Við erum af­skap­lega þakk­lát fyr­ir þess­ar frá­bæru viðtök­ur. Ég kol­féll fyr­ir sög­unni og per­són­un­um þegar hug­mynd­in kom á frum­stigi inn á borð til okk­ar hjá Sím­an­um frá Sagafilm, ég þótt­ist vita að þetta yrði eitt­hvað ein­stakt sem varð raun­in,“ seg­ir Pálmi Guðmunds­son, dag­skrár­stjóri Sjón­varps Sím­ans.

Gríðarlegt áhorf á lokaþátt Helga Björns

Það er nokkuð ljóst að þjóðin lá límd yfir sjón­varp­inu um pásk­ana því auk þess að hám­horfa á Systrabönd var gríðarlegt áhorf á sér­stak­an aukaþátt af Það er kom­in Helgi. Þess­ir tveir síðustu þætt­ir hjá Helga Björns og fé­lög­um eru þeir stærstu í áhorfi frá því þætt­irn­ir hófu göngu sína í mars á síðasta ári. 

Fyrsti þátt­ur­inn af Systrabönd­um var sýnd­ur á páska­dag í Sjón­varpi Sím­ans og verður á dag­skrá næstu sunnu­dags­kvöld í op­inni dag­skrá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Sú lausn sem virðist best í stöðunni þarf ekki endilega að vera sú rétta. Einhver sem truflar þig stöðugt eða alltaf á sama óþægilega tímapunktinum þarf virkilega að ná til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Jill Man­sell
3
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
4
Sofie Sar­en­brant
5
Ívar Örn Katrín­ar­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Sú lausn sem virðist best í stöðunni þarf ekki endilega að vera sú rétta. Einhver sem truflar þig stöðugt eða alltaf á sama óþægilega tímapunktinum þarf virkilega að ná til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Jill Man­sell
3
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
4
Sofie Sar­en­brant
5
Ívar Örn Katrín­ar­son