Leik- og söngkonan Jennifer Lopez birti myndir af sér á Instagram um helgina þar sem trúlofunarhringurinn hennar er víðsfjarri. Fyrir nokkrum vikum var talið að samband hennar og unnusta hennar, Alex Rodriguez, stæði á brauðfótum.
Í síðasta mánuði bárust fréttir af meintu framhjáhaldi hafnaboltakappans fyrrverandi en Rodriguez bað Lopez fyrir tveimur árum. Parið er talið vera að vinna sig í gegnum erfiðleika en það hefur frestaði brúðkaupi sínu vegna kórónuveirufaraldursins.
Lopez er stödd í tökum í Dóminíska lýðveldinu þar sem nýjustu myndirnar af henni voru teknar. Það kann því að vera að stjarnan hafi fjarlægt hringinn vegna vinnu sinnar. Það vekur þó athygli að Lopez var heldur ekki með trúlofunarhringinn þegar hún sat fyrir á nýjustu forsíðu tímaritsins InStyle auk þess sem fyrrverandi unnusti hennar, leikarinn Ben Affleck, fór fögrum orðum um hana í blaðinu.
Á vef Vanity Fair er því haldið fram að Lopez sé það reynd í bransanum að hún hefði átt að vita hvaða umtal hringlausar myndir myndu vekja.
Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem Lopez birti.