Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason og dansfélagi hans Renata Lusin hlutu 29 stig fyrir frammistöðu sína í þáttunum Let's Dance í Þýskalandi á föstudag.
Samband Rúriks og Rentönu er einstakt og greindu þau frá því í viðtali að Lusin, sem er frá Rússlandi, væri farin að kenna Rúrik rússnesku og hann henni íslensku.
Rúrik hefur náð einstökum árangri í þáttunum og heillað þýsku þjóðina upp úr skónum undanfarin föstudagskvöld. Á föstudag var fimmti beini þátturinn í keppnninni. Fjórtán pör hófu keppni 26. febrúar síðastliðinn og eru núna níu pör eftir.
Rúrik og Renata eru með hæsta meðaltal stiga í keppninni hingað til og hafa einnig fengið flest stig, alls 154, en meðaltal þeirra er 25,7. Keppinautar þeirra Valentina og Valentin eru þó stutt frá þeim.
Valentina og Valentin hlutu 30 stig í keppninni liðinn föstudag og hafa fengið 153 stig samtals í kepnninni.
Frammistöðu Rúriks og Renötu má sjá hér.