Tökum á óskarsmyndbandinu lýkur í kvöld

Tökur á tónlistarmyndbandi við lagið Husavik sem spilað verður á næstu Óskarsverðlaunahátíð fóru fram á Húsavík í dag. Stúlknakór úr bænum syngur undir flutningi hinnar sænsku Molly Sandén, sem segist algjörlega heilluð af Húsavík.

Kvik­mynda­fyr­ir­tækið True North fram­leiðir mynd­bandið í sam­starfi við Net­flix og Örlyg Hnef­il Örlygs­son, sem hef­ur gert kynn­ing­ar­mynd­bönd fyr­ir lagið.

„Mollý er alveg heilluð af Húsavík og segist vilja flytja hingað – þetta sé orðinn hennar heimabær,“ segir Örlygur Hnefill við mbl.is. Hann segir einnig að tökurnar í dag hafi gengið vel og að þær muni klárast í kvöld. Hverfa varð frá fyrirhuguðum tökum í gær vegna veðurs.

Stelpurnar voru greinilega ánægðar með að hitta Molly sem er …
Stelpurnar voru greinilega ánægðar með að hitta Molly sem er hér í blárri dragt. Ljósmynd/Örlygur Hnefill

Tók lagið í Húsavíkurkirkju 

Örlygur segir að Molly sé frábær og gaman sé að vinna með henni. Hún hafi t.a.m. tekið sér tíma til að ræða við stúlknakórinn sem syngja mun með henni í tónlistarmyndbandinu og fór vel á með þeim, að sögn Örlygs. 

„Síðan er svo skemmtilegt, það er nefnilega nýr organisti hérna á Húsavík og við báðum hann að spila lagið, Húsavík, á orgelið. Hann situr auðvitað uppi og sér ekki niður í kirkjuna og við vorum búin að fá Molly til að koma og taka lagið í kirkjunni. Síðan heyrir organistinn bara þennan himneska söng hennar og auðvitað fer hjá sér af spenningi. Þetta var rosalega gaman og þetta er allt bara búið að vera svakalega skemmtilegt,“ segir Örlygur.

Molly tók lagið í Húsavíkurkirkju.
Molly tók lagið í Húsavíkurkirkju. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Tökum fyrir myndbandið, sem sýnt verður á Óskarnum 26. apríl næstkomandi, lýkur í kvöld. Myndbandið var tekið upp að mestu í dag en að sögn Örlygs þurfti að bíða eftir að færi að rökkva til að taka nokkur atriði upp. Það er vegna þess að Óskarinn er sýndur að kvöldi til vestanhafs og því þurfa birtuskilyrðin í myndbandinu að stemma við það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ræktaðu það sem vekur áhuga þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ræktaðu það sem vekur áhuga þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Loka