Rauði dregillinn vígður á Húsavík

Sigurður Illugason, í gervi Óskars Óskarssonar, klippir á borðann.
Sigurður Illugason, í gervi Óskars Óskarssonar, klippir á borðann. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Það var kátt á hjalla í miðbæ Húsavíkur í dag þegar rauður dregill var vígður á Garðars­braut, aðalgötunni í bænum. Rauða dreglinum var komið upp í tilefni Óskarsverðlaunahátíðarinnar, sem haldin verður á mánudag eftir viku. Þar er lagið Húsavík úr Eurovision-mynd Wills Ferrell tilnefnt til verðlauna.

Óskar Óskarsson, persónan úr myndböndum sem framleidd hafa verið í tengslum við tilnefninguna, klippti á borðann umkringdur grunnskólabörnum úr bænum. Sigurður Illugason leikur Óskar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio