Það var kátt á hjalla í miðbæ Húsavíkur í dag þegar rauður dregill var vígður á Garðarsbraut, aðalgötunni í bænum. Rauða dreglinum var komið upp í tilefni Óskarsverðlaunahátíðarinnar, sem haldin verður á mánudag eftir viku. Þar er lagið Húsavík úr Eurovision-mynd Wills Ferrell tilnefnt til verðlauna.
Óskar Óskarsson, persónan úr myndböndum sem framleidd hafa verið í tengslum við tilnefninguna, klippti á borðann umkringdur grunnskólabörnum úr bænum. Sigurður Illugason leikur Óskar.