Elísabet II Bretlandsdrottning segir að hún og fjölskylda hennar séu djúpt snortin yfir öllum þeim samúðarkveðjum og góðvild sem heimurinn hafi sýnt þeim í kjölfar andláts eiginmanns hennar Filippusar prins.
Elísabet fagnar 95 ára afmæli sínu í dag en Filippus lést hinn 9. apríl og var borinn til grafar á laugardaginn.
„Við erum djúp snortin og erum áfram minnt á það að Filippus hafði einstök áhrif á líf svo margra á ævi sinni,“ sagði drottningin. Þetta er í fyrsta skipti sem hún tjáir sig opinberlega eftir að eiginmaður hennar féll frá 99 ára að aldri.