Segir Kardashian hafa gert sitt besta

Chrissy Teigen er vinkona Kim Kardashian.
Chrissy Teigen er vinkona Kim Kardashian. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen segir vinkonu sína Kim Kardashian hafa reynt sitt besta til að bjarga hjónabandinu við Kanye West. Raunveruleikaþáttastjarnan Kardashian sótti um skilnað frá eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Kanye West, í febrúar. 

Teigen var gestur í þætti Andys Cohens í vikunni þar sem áhorfendur spurðu hana út í samband hennar við hjónin. „Kim líður sæmilega. Ég veit að hún gaf allt sitt í þetta. Í hreinskilni sagt þá er mjög leiðinlegt að þetta gekk ekki upp af því ég hélt að þetta væri samband sem myndi vara að eilífu. Ég veit hún gerði sitt besta.“

Kanye West og Kim Kardashian eru að skilja.
Kanye West og Kim Kardashian eru að skilja. AFP

Teigen var einnig spurð út í samband eiginmanns síns, tónlistarmannsins Johns Legends, við Kanye West. „Ég get sagt að ég hef verið í betra sambandi við Kim en John við Kanye,“ sagði Teigen en bætti því þó við að það væri erfitt að vera í stöðugu sambandi við West. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach