Glamúrfyrirsætan Katie Price sagði já þegar kærasti hennar Carl Woods bað hennar. Er þetta áttunda trúlofun Price sem á þrjú hjónaband að baki. Price og Woods hafa verið saman í tíu mánuði og eiga von á sínu fyrsta barni saman.
Price verður 43 ára í næsta mánuði en Woods er hins vegar aðeins 31 árs. Price virðist vera að ná markmiðum sínum en hún stefndi bæði á brúðkaup og getnað á þessu ári. Hún opnaði sig um trúlofunina við tímaritið OK!. „Við höfðum talað mikið um þetta svo ég vissi að hann ætlaði en ég vissi ekki hvenær. Það var frábært,“ sagði Price og sagði unnusta sinn hafa beðið foreldra sína og einn son sinn um leyfi.
Stjarnan gekk frá skilnaði sínum við Kieran Hayler fyrir sex vikum en þau hættu saman fyrir þremur árum. Hún var gift tónlistarmanninum Peter Andre frá 2005 til 2009 og slagsmálakappanum Alex Reid frá 2010 til 2012.