Rúv mun sýna frá Óskarsverðlaununum

Óskarsverðlaunahátíðin verður í beinni útsendingu á Rúv aðfaranótt mánudags.
Óskarsverðlaunahátíðin verður í beinni útsendingu á Rúv aðfaranótt mánudags. AFP

Óskarsverðlaunahátíðin verður sýnd í beinni útsendingu á Rúv. Áður hafði verið greint frá því að Rúv myndi ekki geta sýnt frá keppninni en nú er greint frá því á vef Rúv að samningar hafi náðst um sýningarréttinn. 

Fyrri samningur um útsendingarrétt var útrunninn en eftir að í ljós kom að óvenjumikil Íslandstenging yrði á hátíðinni í ár var leitað samninga um sýningu. 

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Rúv, segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að tryggja útsendingarréttinn þegar ljóst varð hversu mikil Íslandstengingin yrði. 

Lagið Húsavík – My Home Town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire saga er tilnefnt en myndbandið fyrir lagið, sem sýnt verður á hátíðinni, var tekið upp á Húsavík síðastliðna helgi. Þá er stuttmyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson einnig tilnefnd. 

Hulda Geirsdóttir verður þulur í útsendingu Rúv á sunnudagskvöldið líkt og síðustu ár. Útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 23:10 og á miðnætti hefst útsending frá hátíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach