Leikkonan Brooke Shields ber mikla virðingu fyrir móður náttúru. Í tilefni af degi jarðar, sem var í gær, deildi hún mynd af sér allsnakinni úti í náttúrunni.
Á myndinni stendur Shields á trjábol úti í grunnu vatni. „Á þessum degi jarðarinnar tek ég þátt ásamt National Geographic í því að deila þeim stað á jörðinni sem skiptir mig mestu máli. Fagnaðu ást þinni á jörðinni með því að deila stað sem þér þykir vænt um,“ skrifaði Shields.