Skoski tónlistarmaðurinn Les McKeown er látinn 65 ára að aldri. McKeown var aðalsöngvari sveitarinnar Bay City Rollers þegar hún var á tindi ferilsins á 8. áratug síðustu aldar.
Fjölskylda hans staðfesti andlát hans á samfélagsmiðlum á fimmtudag og sagði hann hafa orðið bráðkvaddan á heimili sínu þann dag.
Bay City Rollers eiga smelli á borð við I Only Wanna Be With You, Bye Bye Baby, Shang-a-Lang og Give a Little Love.
Sveitin gerði gott mót í Bretlandi og Bandaríkjunum og seldi yfir 120 milljónir platna.