Natan Dagur í einvígi kvöldsins

Natan Dagur syngur lagið Stay með Rihönnu í norsku Voice-þáttunum.
Natan Dagur syngur lagið Stay með Rihönnu í norsku Voice-þáttunum. Ljósmynd/Aðsend

Natan Dag­ur Bene­dikts­son keppir í 32 manna úrslitum The Voice í Noregi í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem Natan Dagur stígur á svið en eftir kvöldið verða einungis 16 keppendur eftir. Mikið er undir þar sem í næstu viku hefjast beinar útsendingar.

Í kvöld verður einvígi á milli Natans Dags og Mads Sølnes. Natan Dagur syngur lagið Stay með Rihönnu en Mads syngur lagið Watermelon Sugar með Harry Styles. Þjálfarinn velur annan þeirra áfram í 16 liða úrslit sem hefjast 30 apríl. Úrslitin fara fram 28. maí. 

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins. 

Natan Dagur vakti mikla athygli fyrir framistöðu sína í blind­um áheyrn­ar­pruf­um sem fram fóru í janúar. Þar tók hann lagið Bruises með Lewis Capaldi. Flutningurinn hefur fengið yfir milljón spilana á YouTube en fáir keppendur í sögu norsku þáttanna hafa fengið jafnmikla spilun. Flutningur Natans Dags er einnig kominn með yfir fimm hundruð þúsund spilanir á Spotify og hefur verið valinn einn af tíu bestu blindu áheyrnaprufunum í heiminum árið 2021. 

Hér fyrir neðan má sjá Natan Dag syngja Bruises. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir