Natan Dagur í einvígi kvöldsins

Natan Dagur syngur lagið Stay með Rihönnu í norsku Voice-þáttunum.
Natan Dagur syngur lagið Stay með Rihönnu í norsku Voice-þáttunum. Ljósmynd/Aðsend

Natan Dag­ur Bene­dikts­son kepp­ir í 32 manna úr­slit­um The Voice í Nor­egi í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem Natan Dag­ur stíg­ur á svið en eft­ir kvöldið verða ein­ung­is 16 kepp­end­ur eft­ir. Mikið er und­ir þar sem í næstu viku hefjast bein­ar út­send­ing­ar.

Í kvöld verður ein­vígi á milli Natans Dags og Mads Søl­nes. Natan Dag­ur syng­ur lagið Stay með Ri­hönnu en Mads syng­ur lagið Water­melon Sug­ar með Harry Sty­les. Þjálf­ar­inn vel­ur ann­an þeirra áfram í 16 liða úr­slit sem hefjast 30 apríl. Úrslit­in fara fram 28. maí. 

Hér fyr­ir neðan má sjá brot úr þætti kvölds­ins. 

Natan Dag­ur vakti mikla at­hygli fyr­ir framistöðu sína í blind­um áheyrn­ar­pruf­um sem fram fóru í janú­ar. Þar tók hann lagið Bruises með Lew­is Cap­aldi. Flutn­ing­ur­inn hef­ur fengið yfir millj­ón spil­ana á YouTu­be en fáir kepp­end­ur í sögu norsku þátt­anna hafa fengið jafn­mikla spil­un. Flutn­ing­ur Natans Dags er einnig kom­inn með yfir fimm hundruð þúsund spil­an­ir á Spotify og hef­ur verið val­inn einn af tíu bestu blindu áheyrnapruf­un­um í heim­in­um árið 2021. 

Hér fyr­ir neðan má sjá Natan Dag syngja Bruises. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu sex vikum. Reyndu að sýna þeim sem eru í kring um þig þolinmæði og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu sex vikum. Reyndu að sýna þeim sem eru í kring um þig þolinmæði og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell