Edrú í 18 ár

Jack Osbourne er búinn að vera edrú í 18 ár.
Jack Osbourne er búinn að vera edrú í 18 ár. Skjáskot/Instagram

Jack Osbourne, sonur Ozzys og Sharon Osbourne, er búinn að vera edrú í 18 ár. Jack greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í vikunni og sagði edrúmennskuna hvorki verða auðveldari né erfiðari með árunum. 

„Ef einhvern langar að verða edrú, þá veistu að það er mögulegt ef þú leggur þig fram. Sendi ást til allra þeirra sem hafa tekið þátt í þessari vegferð minni,“ skrifaði Jack í færslu sinni. 

Jack hefur opnað sig um áfengis- og vímuefnafíkn sína í gegnum árin, sérstaklega þegar hann greindist með MS-sjúkdóminn árið 2012. Á 17 ára edrúafmælinu í fyrra sagðist hann hafa ákveðið að verða edrú þegar hann horfðist í augu við það að hann gæti aldrei neytt áfengis í hófi. 

Systir hans, Kelly Osbourne, glímir einnig við áfengis- og vímuefnafíkn en hún greindi frá því í vikunni að hún hefði fallið eftir fjögurra ára edrúmennsku. Hún hét því þó að halda edrúmennskunni áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar