Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, og dansfélagi hans Renata Lusin fengu fullt hús stiga fyrir frammistöðu sína í þáttunum Let's Dance í Þýskalandi í gær.
Parið hreppti 30 stig og mikið lof dómara fyrir cha cha cha-dans sinn, að sögn þýska fréttamiðilsins RTL þar sem skoða má myndskeið með frammistöðu þeirra.
Í þættinum fyrir viku fengu þau „aðeins“ 22 stig og því um framför að ræða hjá þeim Rúrik og Lusin á milli vikna.
Rúrik hefur náð einstökum árangri í Let's Dane og heillað þýsku þjóðina ítrekað upp úr skónum undanfarin föstudagskvöld.