„Ég hélt þetta yrði bara eitthvert djók“

Siggi Illuga er maðurinn á bak við Óskar Óskarsson.
Siggi Illuga er maðurinn á bak við Óskar Óskarsson. mbl.is/Sonja Sif

„Það er smá spenningur í manni. Það eru engin himinn og jörð að farast sama hvernig þetta fer,“ segir leikarinn og málarinn Sigurður Illugason, sem er maðurinn á bak við Óskar Óskarsson sem vill fá Óskarinn heim til Húsavíkur.

Hann segir að lagið Húsavík – My Home Town geti alveg eins unnið Óskarinn en viðurkennir þó að hann hafi ekki hlustað á hin lögin sem eru tilnefnd. 

Sigurður, sem alla jafna er kallaður Siggi, var fenginn í hlutverk Óskars fyrir myndbönd sem gefin voru út til að vekja athygli á laginu. Verkefnið hefur þó aðeins undið upp á sig og Siggi mætt sem Óskar á ýmsa viðburði í bænum, meðal annars opnun rauða dregilsins á mánudaginn. 

„Þetta var nú ósköp saklaust í byrjun, ég hélt þetta yrði bara eitthvert djók. Eitt myndband eða svo. En þetta hefur nú komið á óvart, en það er aðallega fyrir dugnað þeirra sem standa fyrir þessu. Núna sér maður sjálfan sig í sjónvarpinu endalaust,“ segir Siggi.

Sigurður Illugason, í gervi Óskars Óskarssonar, vígði rauða dregilinn.
Sigurður Illugason, í gervi Óskars Óskarssonar, vígði rauða dregilinn. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Humar og rækjur í nótt

Glöggir áhorfendur Rúv hafa eflaust séð Sigga bregða fyrir í hlutverki Óskars á skjánum undanfarinn sólarhring enda fjöldi fyrirtækja sem keypti auglýsingar fyrir Óskarsverðlaunin svo þau yrðu sýnd á Rúv. í kvöld og nótt. 

Siggi ætlar að vaka í nótt og fylgjast með verðlaunaafhendingunni. 

„Það er ekki nokkur spurning, við verðum að vaka eftir þessu. Það er svo sem ekki búið að skipuleggja neitt en rauði dregillinn er klár,“ segir Siggi sem var búinn að kaupa snakk, ídýfu, „humar og rækjur og læti“ fyrir Óskarspartíið í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio