Leikkonan Jane Fonda var ekki lengi að rifja upp besta kossinn í spjallþætti Jimmys Fallons. Fonda hefur kysst mestu hjartaknúsara heims í gegnum tíðina en ekkert jafnast á við þegar varir hennar og James Franciscus mættust.
Fonda var að leika í Maine þegar kossinn frægi átti sér stað. „Ég var skotin í sýningarstjóranum sem hét James Franciscus,“ sagði Fonda og greindi frá því að Franciscus hefði seinna slegið í gegn í sjónvarpsþáttunum Mr. Novak.
„Hann gekk með mér út á bryggjuna og kyssti mig,“ sagði Fonda. „Stjörnurnar byrjuðu að snúast og bryggjan að hristast, hnén gáfu sig.“
Fonda sagðist aldrei hafa upplifað annað eins síðan þá. Henni fannst jörðin hristast á þessari rómantísku stund.