Fyrsti koss Fonda sá besti

Jane Fonda man vel eftir besta kossinum.
Jane Fonda man vel eftir besta kossinum. AFP

Leikkonan Jane Fonda var ekki lengi að rifja upp besta kossinn í spjallþætti Jimmys Fallons. Fonda hefur kysst mestu hjartaknúsara heims í gegnum tíðina en ekkert jafnast á við þegar varir hennar og James Franciscus mættust. 

Fonda var að leika í Maine þegar kossinn frægi átti sér stað. „Ég var skotin í sýningarstjóranum sem hét James Franciscus,“ sagði Fonda og greindi frá því að Franciscus hefði seinna slegið í gegn í sjónvarpsþáttunum Mr. Novak.

„Hann gekk með mér út á bryggjuna og kyssti mig,“ sagði Fonda. „Stjörnurnar byrjuðu að snúast og bryggjan að hristast, hnén gáfu sig.“

Fonda sagðist aldrei hafa upplifað annað eins síðan þá. Henni fannst jörðin hristast á þessari rómantísku stund. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar