Óskarsverðlaunahátíðin í beinni

Óskarsverðlaunin 2021 fara fram í kvöld.
Óskarsverðlaunin 2021 fara fram í kvöld. AFP

Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti frá Los Angeles í Bandaríkjunum. Hátíðin er sniðin að heimsfaraldrinum en þó munu stjörnurnar sem eru tilnefndar mæta í eigin persónu á staðinn. Lagið Húsavík  My Home Town úr Eurovisionkvikmynd Wills Ferrells er tilnefnd og íslenska stuttteiknimyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson.

mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Látum þetta gott heita í kvöld

Mbl.is mun halda áfram að fjalla um Óskarinn á morgun. Ég þakka fyrir samfylgdina í nótt. Kveðja frá Húsavík.

Anthony Hopkins er leikari ársins

Frances McDormand er leikkona ársins

Önnur verðlaun leikkonunnar í kvöld og þau þriðju sem Nomadland hlýtur.

Nomadland er besta kvikmynd ársins

Kvikmyndin Nomadland var valin besta kvikmynd ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Chloé Zhao sem hlaut einnig verðlaun í flokki leikstjóra.
Meira »

Átta kvikmyndir tilnefndar

Næst á dagskrá er kvikmynd ársins. Þessar kvimyndir eru tilnefndar.

  • The Fat­her
  • Ju­das And The Black Messiah
  • Mank
  • Min­ari
  • Noma­dland
  • Prom­is­ing Young Wom­an
  • Sound Of Metal
  • The Trial Of The Chicago 7

Þrír flokkar eftir

Nú á eftir að veita verðlaun í þremur flokkum, leikkona í aðalhlutverki, leikari í aðalhlutverki og svo besta kvikmynd ársins.

Húsvíkingar sáttir þrátt fyrir engan Óskar

Lagið Húsavík – My Home Town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hlaut ekki Óskarsverðlaunin. Lagið laut í lægra haldi fyrir Fight For You úr Judas and the Black Messiah.
Meira »

Soul hlýtur verðlaun fyrir bestu kvikmyndatónlistina

Sound of Metal er best klippta myndin í ár

Mank hlýtur sín fyrstu verðlaun í kvöld fyrir framleiðsluhönnun

Kvikmyndin hlaut flestar tilnefningar til verðlaunanna.

Farið að styttast í besta lagið

Verðlaunin fyrir besta lagið verða afhend eftir fjögur verðlaun. Svona lítur dagskráin framundan út:

  • Besta framleiðsluhönnun
  • Besta klipping
  • Besta kvikmyndataka
  • Besta kvikmyndatónlist
  • Besta lagið
  • Besti leikari í aðalhlutverki
  • Besta leikkona í aðalhlutverki
  • Besta kvikmynd

Yuh-Jung Youn er besta leikkona í aukahlutverki

Yuh-Jung Youn er frá Kóreu.

Brad Pitt er mættur til að tilkynna um leikkonur í aukahlutverki

Tenet hlýtur Óskarinn fyrir tæknibrellur

Besta heimildarmyndin í fullri lengd er My Octopus Teacher

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio