„Stolt og þakklát“

Örlygur Hnefill Örlygsson er stoltur og þakklátur í kvöld.
Örlygur Hnefill Örlygsson er stoltur og þakklátur í kvöld. mbl.is/Sigurður Bogi

Örlygur Hnefill Örlygsson, einn af þeim sem hafa keyrt Óskarsherferðina áfram á Húsavík, segir að það hafi verið magnað að sjá afrakstur síðustu viku á skjánum í kvöld. Tónlistarmyndbandið við Húsavík  My Home Town úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var fyrsta myndbandið á dagskrá í kvöld.

Myndbandið á YouTube

„Það var rosalega gott að sjá þetta í sjónvarpinu. Það var öðruvísi að sjá þetta þarna en á skjánum hérna heima. Það var öðruvísi tilfinning,“ segir Örlygur í samtali við mbl.is. Örlygur var heima þegar blaðamaður náði á hann að horfa á hátíðina með fjölskyldunni. 

Óskarspartíin eru að sjálfsögðu háð samkomutakmörkunum eins og annað og því er ekkert stórt partí á Húsavík í kvöld. Stúlkurnar sem sungu í myndbandinu komu saman í Hvalasafninu ásamt foreldrum sínum en Örlygur var á leið til stúlknanna.

„Við erum bara mjög stolt og þakklát fyrir þetta góða samstarf við True North og Netflix,“ segir Örlygur og ítrekar að samstarfið við True North hafi gengið gríðarlega vel.

Molly Sandén í myndbandinu sem var tekið upp á Húsavík …
Molly Sandén í myndbandinu sem var tekið upp á Húsavík síðustu helgi. Skjáskot/Rúv
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio